Friday, July 15, 2011

Little things...

Dance - even if you have nowhere to do it but in your own living room...

Don't be reckless with other peoples hearts, don't put up with people who are reckless with yours...

Do one thing every day that scares you...


...ýmis ráð sem gott er að taka með sér í gegnum lífið - endilega hlusta!

Wednesday, July 6, 2011

Innblástur...

Fyrir stuttu var ég á flakki um Mið-Ameríku þar sem ég heimsótti Costa Rica, Panama og Nicaraqua. Í öllum þessum löndum er 'surf' kúltur í hávegum hafður og er ansi skemmtilegt að fylgjast með þeim týpum sem stunda þessa íþrótt. Fyrir utan útlitið; sólbrúna, vöðvastælta líkama sem iðulega voru skreyttir með tattúum, þá fannst mér einna helst ástríða brimbrettakappana á sportinu einkenna þá mest. Það að geta komast út í vatnið innan um þessar himinháu öldur glöddu þá svo óhemju mikið – svo ekki sé minnst á þegar þeir náðu hinni fullkomnu öldu.

Ég náði ekki svo langt að verða fær brimbrettakappi í þessari ferð – einna helst vegna þess að ég er skíthrædd við 2-3 metra háar öldur, þetta písl sem ég er. Hinsvegar fannst mér mjög gaman að horfa á hina og taka myndir.


Eftir að ég kom heim horfði ég á myndina Soul Surfer. Í stuttu máli fjallar myndin um hina ungu og hæfileikaríku Bethany Hamilton sem fædd var inn í 'surfer' fjölskyldu og hafði því surfað frá blautu barnsbeini og var fljótt talin mjög efnileg. Hinsvegar árið 2003, þegar Bethany var 13 ára gömul, varð hún fyrir hákarlaárás þar sem 14 feta langur Tiger Shark réðst á hana og beit af henni vinstri handlegginn. Eins og við hefði mátt búast hefði þetta atvik getað haft mikil áhrif á drauma stelpurnar, en jákvætt hugarfar og sterk trú á Guð varð til þess að Bethany lét handleggsmissinn ekki aftra sér í að verða professional surfer. Mánuði eftir árásina var hún aftur komin út í vatnið með það hugafar að ná sínum markmiðum – sem hún hefur gert og vel það.

Þessi saga (og mynd) sem byggð er á sönnum atburðum er stórkostleg. Skilaboðin eru skýr – allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Svo ef lífið er eitthvað litlaust að þér finnst og ekkert virðist ganga upp, þá er um að gera að smella þessari í tækið – annan eins innblástur er vart hægt að fá...