Monday, May 23, 2011

The writing on the wall...

Það er alveg heill hellingur af grafítí listaverkum allsstaðar í heiminum – hinsvegar fyrir þá sem skortir þekkingu á þessu sviði er stundum erfitt að greina á milli þess hvort um fagmann sé að ræða eða ekki (þó svo að í sumum tilfellum er það mjög augljóst).

Ég er ein af þeim sem skortir þekkingu af svokölluðu 'Street Art', en eitt veit ég og það er að mér finnst Banksy æðislegur (eflaust ekki ein um það). Af öllum 'Street Artistum' stendur hann klárlega upp úr og hefur eitt af hans verkum prýtt desktop-ið hjá mér í langan tíma. Alveg mangað hvað maðurinn hefur getað haldið sér óþekkjanlegum og utan sviðsljóssins í öll þessi ár þó eflaust margir myndu glaðir vilja vita hver hann í rauninni er og þar af leiðandi eiga jafnvel möguleika á að hitta hann.


Þegar ég var í London sl. haust reyndi ég að hafa upp á því hvar Banksy verk væri að finna en því miður komst ég að því að oftar en ekki hafa verkin staðið í nokkra daga og svo verið fjarlægð (líkt og þetta hér að ofan) – þvílík synd! Hann heldur samt ótrauður áfram...

Hér í Kaupmannahöfn varð ein rotta á vegi mínum á Gl.Kongevej – frekar mikill Banksy stíll en hvort þetta sé ekta veit ég ekki...


Ástæðan fyrir þessum skrifum mínum er að í gær sá ég myndina 'Exit Through the Gift Shop' sem er leikstýrt af Banksy sjálfum. Myndin segir frá fransmanni einum, Thierry Guetta, sem er heltekinn af Street Art ('smá' klikkaður gaur). Thierry kemst í kynni við marga af þekktustu street artistum heimsins þar sem hann fylgir þeim eftir og kvikmyndar þá við iðju sína. Áður en langt um líður liggja leiðir hans og Banksy saman, og þá byrjar ballið sem í stuttu máli sagt endar með að Mr. Brainwash (aka Thierry Guetta) lítur dagsins ljós og lifir víst enn góðu
'street artista' lífi í dag. Þessi mynd er alveg frábær og gefur skemmtilega innsýn inn í heim grafíti artista og hvernig þeir koma sér á framfæri. Banksy sjálfur kemur fram í myndinni, hinsvegar með hulið andlit og breyttri rödd – svo enn er maðurinn hið óþekkta andlit – snillingur.


"Graffiti is one of the few tools you have if you have almost nothing. And even if you don't come up with a picture to cure world poverty you can make someone smile while they're having a piss".

- Banksy -

No comments:

Post a Comment