Wednesday, July 6, 2011

...a place to relax

Ef þú hefðir ákveðið kaup á sumarhúsi – hvaða staður kæmi fyrst upp í hugann hjá þér?

Þegar foreldrar mínir tilkynntu okkur systrunum fyrir nokkrum árum að þau hefði fjárfest í sumarhúsi á Skáni í Svíþjóð urðum við allar með tölu fremur undrandi á þessari ákvörðun þeirra. Vaninn er jú að fjárfesta í sumarhúsi á suðrænum slóðum þar sem sólin skín öllum stundum og strandir eru handan við hornið. Enn Svíþjóð!? – hvað er að sjá þar, og já hvað er svona sumarlegt við land drengja í V-hálsmálspeysum og ljóshærðna stelpna? Miklar vangaveltur áttu sér stað og sannfæringin var gjörsamlega í lágmarki – svo ekki sá meira sagt.

Hinsvegar áttu þessi kaup þeirra eftir að koma okkur öllum skemmtilega á óvart  og á fyrsta augnablikinu sem ég steig inn fyrir hússins dyr var ég fallin (það sama má segja um systur mínar). Fyrir utan þrælhuggulegt hús þá blasti við mér þessi líka þvílíka víðátta, stórir akrar og fallegt landslag sem einkenna sænsku sveitina. Á góðum dögum er hægt að fara á nærliggjandi strandir sem ekki eru síðri en þær spænsku. Einnig eru litlir bæjir í nokkra mínútna fjarlægð þar sem krúttuleg hús standa, fallegar og litríkar hafnir hafa verið byggðar og alls kyns markaðir og uppákomur eiga sér stað á sumrin. Að eiga þann möguleika á að týna glæný jarðaber á þess lags ökrum er heldur ekki leiðinlegt. Ég hreinlega elska húsið okkar, kyrrðina í kringum það, tjörnina sem full er af skærlituðum vatnakörfum og litlum froskum. Það er heldur ekki leiðinleg sjón að sjá litla (og stóra) bamba  sem og héra stökkva um akurinn.

Sænska sveitin æði – öðruvísi en sú íslenska. Það er heppilegt hversu stutt Skánn er frá Kaupmannahöfn og þar að leiðandi auðvelt að stökkva yfir í sveitasæluna þegar manni vantar smá breik frá borgarlífinu.


...þetta var því ekki svo vitlaus ákvörðun eftir allt saman.
  

No comments:

Post a Comment